Í Dagmálum í dag ræðir Guðný Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Bataskólanum, um meginhlutverk skólans og þá hugmyndafræði sem unnið er eftir innan námskeiða á vegum hans en markmið Bataskólans er að valdefla og veita einstaklingum sem glíma við geðrænar áskoranir bjargráð til meiri lífsgæða. Námskeiðin byggjast öll á ákveðinni batahugmyndafræði þar sem í hvívetna er horft til þess hvað sé hægt að bæta í stað þess að einblína á allt það sem er að.
„Námskeiðin eru fjölbreytt en þau snúast öll um geðheilsu og bata.“ Kennslunni sinnir fagfólk og jafningjafræðarar sem alla jafna búa yfir eigin reynslu af andlegum áskorum.
„Það er mikil gróska í jafningjastarfinu. Það er alltaf gott að vita að maður er ekki einn.“