Sigrún Teitsdóttir fæddist í Reykjavík 12. febrúar 1957. Hún lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi 1. janúar 2025.
Foreldrar Sigrúnar voru Margrét Birna Aðalsteinsdóttir, f. 10. ágúst 1935 á Búðum í Kolfreyjustaðarsókn, d. 8. ágúst 2024, og Teitur Kristjánsson, f. 16. október 1928 í Litla-Laugardal í Tálknafirði, d. 24. febrúar 2006. Systkini hennar eru Hilmar, f. 1955, Ingvar, f. 1958, Birgir, f. 1960, Aðalsteinn Þór, f. 1961, og Jóga, f. 1963.
Árið 1985 kynntist Sigrún sambýlismanni sínum Gísla Rúnari Haraldssyni, f. 27. nóvember 1950. Foreldrar hans: Sigríður Vava Björnsdóttir, f. 22. maí 1921, d. 30. mars 2003, og Haraldur Kristján Gíslason, f. 9. júlí 1915, d. 17. september 1979.
Synir Sigrúnar og Gísla eru: 1) Gissur Hrafn, f. 22. mars 1992. Eiginkona hans er Natalie Kristín Hamzehpour,
...