Stundum er haft á orði að margt sé skrýtið í kýrhausnum, en menn mættu iðulega líta sér nær í þeim efnum. Hröfnum Viðskiptablaðsins blöskrar að minnsta kosti ýmis mannanna verk – og hafa ástæðu til. Nýjasta umfjöllunarefni þeirra er krafa sem fram hafi komið í bréfi frá tveimur þeirra starfsmanna sem fari með loftslagseftirlit Seðlabankans.
Huginn og Muninn skrifa að í bréfi sem tvímenningarnir sendu á stjórnendur lífeyrissjóða komi fram „að þeir séu á byrjunarreit þegar kemur að mati á loftslagsáhættu og þeir þurfi að byggja sér upp þekkingu í þeim efnum. Hrafnarnir velta fyrir sér hvort það sé virkilega nauðsynlegt að íslenskir lífeyrissjóðir fyllist af alls kyns loftslagsspekingum.
Stærstu fjárfestingar sjóðsins felast í kaupum í erlendum sjóðum þar sem ætla má að tekið sé tillit til reglna og skyldna hvað varðar allar fjárfestingar. Hrafnarnir eru eigi að síður lausnamiðaðir og telja að hægt sé að koma til móts við þarfir
...