Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Skammt hefur verið stórra högga á milli um helgina í kjölfar þess er Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf leifturstríð í tollamálum á föstudag og sagði nágrannaríkjunum Kanada og Mexíkó stríð á hendur ásamt Kína.
Fjallað hefur verið um málið á mbl.is alla helgina, en í stuttu máli reisti Trump tollmúra gagnvart nágrönnunum tveimur og Kína, með undirritun sinni á laugardaginn, sem að langmestu leyti taka gildi klukkan eina mínútu yfir miðnætti í kvöld.
Er þar um að ræða 25 prósenta toll á allar vörur frá Kanada nema hráolíu, unnið jarðefnaeldsneyti og rafmagn, af þeim vörum greiðist fyrsta kastið tíu prósenta tollur, 25 prósenta toll á allar vörur frá Mexíkó og tíu prósent á allar vörur frá Kína. Í fyrra komu til samans rúm 40 prósent
...