„Í mínum huga er fátt á Íslandi sem leggur traustari grunn að lífsgæðum fólks en heita vatnið og nýting þess,“ segir Árni Magnússon forstjóri ÍSOR. „Við þekkjum af fréttum að finnist hiti og vatn í virkjanlegum mæli, á svæðum þar…
Forysta Í þessu öllu skiptir græna orkan á Íslandi miklu máli, segir Árni Magnússon um starf og áherslur ÍSOR.
Forysta Í þessu öllu skiptir græna orkan á Íslandi miklu máli, segir Árni Magnússon um starf og áherslur ÍSOR. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Í mínum huga er fátt á Íslandi sem leggur traustari grunn að lífsgæðum fólks en heita vatnið og nýting þess,“ segir Árni Magnússon forstjóri ÍSOR. „Við þekkjum af fréttum að finnist hiti og vatn í virkjanlegum mæli, á svæðum þar sem slíkra gæða naut ekki áður, markar slíkt algjör kaflaskil. Jarðhitaleit er verkefni sem krefst úthalds og seiglu jafnhliða hyggjuviti, smá þrjósku, reynslu og þekkingu. En þegar vel gengur eru viðbrögðin stundum lík því að í sjávarpláss sé kominn nýr togari eða happdrættisvinningur sé í hendi.“

Gull á Ísafirði

Mörg stór verkefni eru fram undan hjá Íslenskum orkurannsóknum eins og stofnunin formlega heitir. Með starfi sínu í áratugi hafa vísindamenn stofnunarinnar kortlagt landið með tilliti

...