Galsi Steingrímur J. Sigfússon hefur skrifað töluvert. Hér áritar hann bók í útgáfuhófi árið 2013.
Galsi Steingrímur J. Sigfússon hefur skrifað töluvert. Hér áritar hann bók í útgáfuhófi árið 2013. — Morgunblaðið/Golli

Lagt af stað – dagar með Stefáni Jónssyni

Látum söguna hefjast þegar námsmaður í Háskóla Íslands er sóttur í símann á Nýja-Garði snemma á útmánuðum 1978. Kom þú sæll, Steingrímur, ég heiti Stefán Jónsson og myndi vilja fá að hitta þig til að ræða pólitík.

Rödd hins landskunna fyrrum fréttamanns Ríkisútvarpsins, þá alþingismanns, þekkti ég samstundis. Það gerðu flestir af minni kynslóð, en fyrir þá sem yngri eru að árum er rétt að nefna að Stefán var einn þekktasti frétta- og þáttargerðarmaður ríkisútvarpsins um árabil, hagyrðingur, rithöfundur og ástríðu veiðimaður ásamt því að vera þingmaður Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra í tæpan áratug. Til að tengja betur við samtímann má geta þess að Stefán er faðir Kára Stefánssonar, stofnanda og forstöðumanns Íslenskrar erfðagreiningar. Skemmst er frá því að segja að erindið reyndist vera

...