Björgvin fæddist í Reykjavík 1. febrúar árið 1964. Hann lést á heimili sínu 23. janúar 2025.
Hann var sonur hjónanna Hreins Björgvinssonar, f. 27.2. 1943, frá Vopnafirði og Lindu Elísabetar Eymundsdóttur, f. 6.10. 1946, frá Sandi í Færeyjum. Systkini Björgvins eru Valdís Edda, f. 5.1. 1966 og Björn Gunnar Hreinsson, f. 27.5. 1972.
Björgvin ólst upp á Vopnafirði og bjó þar alla tíð fyrir utan vertíðir á Höfn í Hornafirði og skólagöngu í Reykjavík en hann stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Ármúla og Lögregluskóla ríkisins. Hann fór snemma að stunda sjómennsku með föður sínum og 1981 kaupir hann hlut í bát með honum.
Björgvin var félagi í Björgunarsveitinni Vopna í mörg ár og vann ötullega að stofnun Björgunarbátasjóðs Vopnafjarðar og sótti m.a. fyrsta björgunarskipið, Sveinbjörn Sveinsson,
...