Íslömsk hryðjuverkasamtök valda víða hörmungum

Sprengjuárás Bandaríkjanna á búðir Ríkis íslams í hellum í Sómalíu um helgina virðist hafa verið árangursrík. Talið er að hryðjuverkamenn hafi fallið en enginn almennur borgari og að á meðal hryðjuverkamannanna hafi verið einn af lykilmönnum þeirra á þessu svæði. Reynslan kennir þó að slíkur árangur er ekki til langframa og nýir menn taka við stjórnunarstöðum innan þessara hættulegu samtaka og áfram halda þau að draga unga menn til liðs við sig.

Slík aðgerð í Sómalíu er engin nýlunda, Trump heimilaði yfir tvö hundruð slíkar í fyrri forsetatíð sinni og Biden hafði haldið úti nær mánaðarlegum árásum síðasta ár sitt í embætti.

Sómalski herinn hefur árum saman glímt við Ríki íslams en ekki síður við önnur íslömsk hryðjuverkasamtök, al-Shabab, og gengið misvel. Án stuðnings Bandaríkjanna er óhætt að segja að baráttan yrði mun erfiðari og óvíst

...