Tindastóll fór upp í toppsæti úrvalsdeildar karla í körfubolta með sigri á Stjörnunni, 90:82, á útivelli í toppslag í gærkvöldi. Bæði lið eru með 26 stig eftir 17 leiki en Tindastóll hefur unnið báða leiki liðanna á tímabilinu til þessa.
Gestirnir frá Skagafirði lögðu grunninn að sigrinum með góðum miðjukafla. Þeir unnu fyrsta leikhlutann 21:20, annan 25:17 og þann þriðja 24:20. Varð munurinn mestur 15 stig í seinni hálfleik og Stjörnumenn ekki líklegir til að jafna, þótt þeir hafi minnkað muninn.
Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 23 stig fyrir Tindastól og Adomas Drungilas gerði 19 stig. Hilmar Smári Henningsson skoraði 25 stig fyrir Stjörnuna og Orri Gunnarsson kom næstur með 16.
Tindastóll hefur unnið þrjá leiki í röð en Stjarnan
...