Kristín Birna Garðarsdóttir fæddist 25. ágúst 1962. Hún lést 1. janúar 2025.
Útför fór fram 13. janúar 2025.
Erfitt er að setja í orð þann missi og sorg sem við erum að upplifa við fráfall elsku Kristínar Birnu mágkonu okkar. Kristín kom í fjölskylduna okkar aðeins 15 ára gömul, þegar þau Beggi hófu sitt samband. Hún varð okkur strax sem stóra systir enda við bara 6 og 8 ára gamlar þá. Hún var alltaf til taks og til í að hafa okkur litlu systurnar með í mörgum af ævintýrum þeirra Begga.
Minningarnar eru ótal margar með henni Kristínu okkar. Allar motocross-keppnirnar, rallíkrossið og torfæran þar sem við fengum að vinna í sjoppunni frá unga aldri og svo í tímatökunni og allskyns undirbúningi þegar við urðum eldri. Ferðalögin innan lands sem og utan standa líka upp úr, systraferðin okkar til Boston hér
...