Hilma Magnúsdóttir fæddist 29. apríl 1931. Hún lést 7. desember 2024.
Útförin fór fram 9. janúar 2025.
Söknuður en jafnframt þakklæti er mér efst í huga þegar ég hugsa til baka um nöfnu mína, Hilmu Magnúsdóttur, sem lést 7. desember sl.
Sagt er að fjórðungi bregði til nafns og það á vel við í mínu tilfelli. Vinskapur foreldra minna og Hilmu og Björns, manns hennar, varð til þess að ég var skírð í höfuðið á henni. Ég hef ávallt borið nafnið með stolti og hafði lúmskt gaman af að nafnið var sjaldgæft og fólk hváði og spurði hvernig það væri skrifað, hvað það þýddi og svo var oftast bætt við: „Þetta nafn hef ég aldrei heyrt áður!“ Þegar móðir mín tilkynnti afa mínum í gegn um síma hvaða nafn ég hefði hlotið varð löng þögn en svo sagði hann: „Já en Dagný mín, er það nú nafn?“
...