Dúó Hlíf og Carl Philippe Gionet.
Dúó Hlíf og Carl Philippe Gionet.

Hlíf Sigur­jóns­dótt­ir fiðlu­leik­ari og Carl Phil­ippe Gion­et píanó­leikari koma fram á tónleikum í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar í kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru Fiðlu­són­ata í B-dúr eftir ­Moz­art, Sónata í c-moll eftir Grieg og Fratres eftir Arvo Pärt.

Hlíf nam fiðlu­leik hjá Birni Ólafs­syni konsert­meist­ara áður en hún fór vestur um haf til fram­halds­náms. „Þar kynntist hún og vann með mörg­um merk­ustu tón­listar­mönn­um sinnar tíð­ar, þ. á m. William Prim­rose, Zolt­an Szek­ely, Gy­örgy Sebök, Ruc­c­iero Ricci og Igor Oist­rach. Gionet er eftir­sótt­ur ein­leik­ari og með­leik­ari, en ekki síð­ur sem leið­bein­andi og kenn­ari. Hann lauk doktors­prófi í píanó­leik við Uni­ver­sité de Montréal,“ segir í kynningu.