Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Carl Philippe Gionet píanóleikari koma fram á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru Fiðlusónata í B-dúr eftir Mozart, Sónata í c-moll eftir Grieg og Fratres eftir Arvo Pärt.
Hlíf nam fiðluleik hjá Birni Ólafssyni konsertmeistara áður en hún fór vestur um haf til framhaldsnáms. „Þar kynntist hún og vann með mörgum merkustu tónlistarmönnum sinnar tíðar, þ. á m. William Primrose, Zoltan Szekely, György Sebök, Rucciero Ricci og Igor Oistrach. Gionet er eftirsóttur einleikari og meðleikari, en ekki síður sem leiðbeinandi og kennari. Hann lauk doktorsprófi í píanóleik við Université de Montréal,“ segir í kynningu.