Talsmenn íþróttahreyfingarinnar hafa óskað eftir fundum með fjármálaráðherra og menntamálaráðherra til að ræða ýmis mál er varða hagsmuni hreyfingarinnar. Eitt af því er fyrirkomulag skattskila á launagreiðslum leikmanna og þjálfara, hlunnindamál og fleiri atriði.

Tilefnið er bréf sem Skatturinn sendi íþróttafélögunum nýverið, og hefur verið greint frá í blaðinu, m.a. þess efnis að Skatturinn hafi í hyggju að taka til skoðunar hvernig skattskilum íþróttahreyfingarinnar sé háttað. Fyrirhugað er að skoða skattskil íþróttafélaga með reglubundnum hætti í framtíðinni. Í bréfinu er hvatt til þess að íþróttafélögin skrái sem flesta starfsmenn sína, leikmenn og þjálfara, sem launþega en ekki verktaka. „Skatturinn er bara að vinna sína vinnu. Engu að síður þarf að skoða hvort hægt sé að styðja við íþróttahreyfinguna með sérstökum skattaívilnunum, en það fyrirkomulag er þekkt í nágrannalöndum okkar. Þannig

...