Við hvetjum nýja ríkisstjórn og öll sveitarfélög til þess að styðja eldri borgara til þátttöku í heilsueflingarverkefni.
Þráinn Þorvaldsson
Þráinn Þorvaldsson

Einar Magnússon og Þráinn Þorvaldsson

Anna var komin á efri ár og hafði undanfarin ár átt erfitt með að halda sér í góðu líkamsástandi. Hún hafði lengi fundið fyrir orkuleysi, stirðleika í liðum og var oftast þreytt í lok dags. Hún borðaði að mestu leyti unnar matvörur og hreyfði sig lítið vegna þess að hún taldi sig ekki hafa tíma.

Anna ákvað að skrá sig í líkamsrækt. Hún byrjaði smátt með léttum styrktaræfingum á tækjum með leiðsögn þjálfara. Á fyrstu mánuðunum fann hún hvernig úthald hennar jókst smám saman.

Nokkrum mánuðum síðar var Anna með betri líkamsstöðu. Liðir hennar voru ekki lengur stirðir, og hún var orðin orkumeiri. Anna hélt áfram að stunda líkamsrækt og snæða hollan mat. „Ég hafði aldrei ímyndað mér hve góð áhrif þetta hefði á lífsgæði mín,“ sagði Anna.

...