Erla Sigurjónsdóttir fæddist 11. júlí 1931, hún lést 26. desember 2024.
Útför hennar fór fram 10. janúar 2025.
Það er erfitt að setja það í orð hversu mikla þýðingu amma hafði í lífi mínu. Amma var ekki bara amma í hefðbundnum skilningi – hún var sú sem studdi, hló, eldaði, knúsaði og gaf okkur ómælda hlýju. Lagði kapal og hlustaði á allt sem á daga okkar dreif. Ég kom oft beint eftir skóla til ömmu og afa og þau sátu hjá mér við heimanámið og amma steikti eggjabrauð og gerði bökuð epli með kanil og rjóma. Lífið var alltaf betra með ömmu.
Við vorum mikið saman og ef ekki saman, þá í símanum. Við elskuðum að stússast saman, fara í búðir, kaffihús, göngutúr eða sund. Við ferðuðumst líka mikið saman, bæði innanlands og erlendis. Síðast fórum við til London og áttum þar dásamlega daga til þess
...