Í nýútkominni stefnu um þolmörk og móttöku skemmtiferðaskipa í Reykjavík til ársins 2030 er gert ráð fyrir því að skipakomur verði á bilinu 230-260 á ári á tímabilinu og farþegar verði 250-320 þúsund
Baksvið
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Í nýútkominni stefnu um þolmörk og móttöku skemmtiferðaskipa í Reykjavík til ársins 2030 er gert ráð fyrir því að skipakomur verði á bilinu 230-260 á ári á tímabilinu og farþegar verði 250-320 þúsund. Þessar tölur eru í takt við tölur síðasta árs, 2024, og endurspegla að sögn Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, forseta borgarstjórnar og formanns nýsköpunar-, atvinnu- og ferðamálaráðs borgarinnar, jafnvægi sem allir hagaðilar eru sáttir við.
Tvenns konar skemmtiferðaskip koma til Íslands. Annars vegar stærri skip sem flytja 1-3.000 farþega og hins vegar könnunar- og leiðangursskip sem sigla hringinn í kringum landið með 100-250 farþega.
Miðað við núverandi innviði geta Faxaflóahafnir tekið á móti 10-12
...