Framganga Bandaríkjanna gagnvart Danmörku er sérstök í ljósi þess hve nánir bandamenn þjóðirnar tvær hafa verið í gegnum tíðina. Sem dæmi má nefna að Danir misstu hlutfallslega flesta hermenn í Afganistan
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Framganga Bandaríkjanna gagnvart Danmörku er sérstök í ljósi þess hve nánir bandamenn þjóðirnar tvær hafa verið í gegnum tíðina. Sem dæmi má nefna að Danir misstu hlutfallslega flesta hermenn í Afganistan.
Þetta segir dr. Bjarni Már Magnússon, prófessor og forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Hann er nýjasti gestur Dagmála þar sem alþjóðamálin og staða Íslands voru til umræðu.
„Danir hafa tekið þátt í hernaðaraðgerðum með Bandaríkjamönnum og danskir hermenn látist í þeim aðgerðum til að styðja bandaríska hagsmuni. En það virðist gleymt og grafið. Og það er svolítið sérstakt. Það er eins og forsagan skipti núverandi Bandaríkjaforseta litlu máli,“ segir
...