Svokölluð lýðfræði rjúpu er breytileg eftir landshlutum sem kallar á mismunandi veiðistjórnun eftir landshlutum, en allt þar til síðasta haust hafði veiðitímabil rjúpunnar verið ákveðið fyrir landið í heild
Rjúpnaveiði Veiðistjórnun á rjúpu verður framvegis mismunandi eftir landshlutum, þar sem styrkleiki stofnsins er breytilegur eftir svæðum.
Rjúpnaveiði Veiðistjórnun á rjúpu verður framvegis mismunandi eftir landshlutum, þar sem styrkleiki stofnsins er breytilegur eftir svæðum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Baksvið

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Svokölluð lýðfræði rjúpu er breytileg eftir landshlutum sem kallar á mismunandi veiðistjórnun eftir landshlutum, en allt þar til síðasta haust hafði veiðitímabil rjúpunnar verið ákveðið fyrir landið í heild. Við ákvarðanatöku um lengd veiðitímabilsins var einkum litið til stöðu rjúpnastofnsins á Norðausturlandi sem lék þar með lykilhlutverk þegar fjöldi veiðidaga rjúpu var ákveðinn.

Þetta kemur fram í grein sem vistfræðingarnir Fred Allen Johnson og Ólafur Karl Nielsen skrifuðu og birtist í vísindatímaritinu „Ecological Solutions and Evidence“ fyrir skemmstu.

Hugtakið „lýðfræði“ er notað um lýsingu á fjölda, einkum tölulegs eðlis, sem varðar fyrirbæri eins

...