„Markmið okkar er ekki að rífa húsið heldur að finna ný not fyrir það eins fljótt og auðið er. Ef aðilar sýna því áhuga að nýta húsið munum við að sjálfsögðu taka vel í það,“ segir Þórarinn Arnar Sævarsson, einn kaupenda SAM-bíóhússins í Álfabakka 8 í samtali við Morgunblaðið
Kvikmyndahús Nýir eigendur Álfabakka 8 leita nú framtíðarleigutaka í húsinu. Þar eru kvikmyndasalir.
Kvikmyndahús Nýir eigendur Álfabakka 8 leita nú framtíðarleigutaka í húsinu. Þar eru kvikmyndasalir. — Morgunblaðið/Karítas

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

„Markmið okkar er ekki að rífa húsið heldur að finna ný not fyrir það eins fljótt og auðið er. Ef aðilar sýna því áhuga að nýta húsið munum við að sjálfsögðu taka vel í það,“ segir Þórarinn Arnar Sævarsson, einn kaupenda SAM-bíóhússins í Álfabakka 8 í samtali við Morgunblaðið.

„Það tekur aldrei undir einu ári að taka svona hús og breyta því. Það er langtímaverkefni,“ segir Þórarinn Arnar um verkefnið. Hann segir aðspurður það vera áhugaverða hugmynd að opna keilusal í húsinu.

Þórarinn Arnar og tveir aðrir fjárfestar keyptu húsið af Árna Samúelssyni eins og fjallað er um í rammagrein hér til hliðar. Kaupverðið var 600 milljónir sem samsvarar 181 þúsund krónum á fermetra. Samkvæmt afsali

...