Fótboltamaðurinn Róbert Orri Þorkelsson er spenntur fyrir komandi tímum með sínu nýja félagsliði Víkingi úr Reykjavík. Róbert Orri, sem er 22 ára gamall, skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Víkinga um síðustu helgi en samningurinn gildir út keppnistímabilið 2027
Fossvogur Róbert Orri Þorkelsson skallar frá marki Íslands í leiknum við Wales í undankeppni 21 árs landsliðanna í haust, á Víkingsvellinum.
Fossvogur Róbert Orri Þorkelsson skallar frá marki Íslands í leiknum við Wales í undankeppni 21 árs landsliðanna í haust, á Víkingsvellinum. — Morgunblaðið/Eyþór

Fótbolti

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Fótboltamaðurinn Róbert Orri Þorkelsson er spenntur fyrir komandi tímum með sínu nýja félagsliði Víkingi úr Reykjavík.

Róbert Orri, sem er 22 ára gamall, skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Víkinga um síðustu helgi en samningurinn gildir út keppnistímabilið 2027.

Hann kemur til félagsins frá Kongsvinger þar sem hann lék með liðinu í norsku B-deildinni á síðustu leiktíð, á láni frá CF Montréal, en Róbert gekk til liðs við kanadíska félagið, sem leikur í bandarísku MLS-deildinni, árið 2021 frá Breiðabliki.

Varnarmaðurinn á að baki fjóra A-landsleiki og þá á hann að baki 40 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af 17 með 21

...