Dómnefnd um hæfi umsækjenda um tvö embætti héraðsdómara hefur skilað umsögnum sínum til dómsmálaráðherra. Brynjar Níelsson, lögmaður og fv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er metinn hæfastur til að hljóta setningu í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Þá hefur Jónas Þór Guðmundsson lögmaður verið metinn hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Ráðherra mun skipa í embættin, að fengnum þessum umsögnum.
Dómsmálaráðuneytið auglýsti embættin laus til umsóknar 15. nóvember síðastliðinn. Þrjár umsóknir bárust um embættið hjá Héraðsdómi Reykjaness. Auk Jónasar Þórs sóttu um þau Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, lögmaður og fv. þingmaður Pírata, og Sindri M. Stephensen, dósent og settur héraðsdómari.
Arndís og Sindri sóttu einnig um stöðu dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og Brynjar var þriðji umsækjandinn.
Dómnefndina skipuðu þau Ása Ólafsdóttir, formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kjartan
...