Handknattleiksmaðurinn Dagur Gautason er sagður vera á leiðinni til franska stórliðsins Montpellier. Rthandball segir frá en samkvæmt miðlinum mun Dagur gangast undir læknisskoðun hjá franska félaginu á morgun. Dagur hefur undanfarið leikið mjög vel með Arendal í Noregi en hann er uppalinn hjá KA á Akureyri. Montpellier er eitt af þremur stærstu liðum Frakklands en liðið vann Meistaradeild Evrópu árið 2018.
Franski knattspyrnumaðurinn ungi og efnilegi Mathys Tel verður leikmaður Tottenham, nokkrum dögum eftir að hann hafnaði samningstilboði félagsins. Tel er 19 ára gamall sóknarmaður Bayern München en hann mun leika með liði Tottenham út tímabilið. Þá mun Tottenham geta keypt Frakkann eftir tímabilið fyrir yfir 55 milljónir evra. Ef svo verður mun Tel skrifa undir sex ára samning í Norður-Lundúnum.
Enski
...