Skáldsagan Einkamál Stefaníu eftir Ásu Sólveigu vakti athygli fyrir óvenjuleg efnistök en viðtökurnar voru misjafnar þegar hún kom út árið 1978. Hún var nýlega gerð aðgengileg sem hljóðbók hjá Storytel en höfundurinn hefði orðið áttræður 12
Kvennasaga Ása Sólveig lét til sín taka á áttunda áratug síðustu aldar. Þau Þorgeir Þorgeirson hlutu styrk úr Rithöfundasjóði ríkisútvarpsins árið 1979. Jónas Kristjánsson formaður sjóðsins er fyrir miðju.
Kvennasaga Ása Sólveig lét til sín taka á áttunda áratug síðustu aldar. Þau Þorgeir Þorgeirson hlutu styrk úr Rithöfundasjóði ríkisútvarpsins árið 1979. Jónas Kristjánsson formaður sjóðsins er fyrir miðju. — Morgunblaðið/Emilía

Ragnheiður Birgisdóttir

ragnheidurb@mbl.is

Skáldsagan Einkamál Stefaníu eftir Ásu Sólveigu vakti athygli fyrir óvenjuleg efnistök en viðtökurnar voru misjafnar þegar hún kom út árið 1978. Hún var nýlega gerð aðgengileg sem hljóðbók hjá Storytel en höfundurinn hefði orðið áttræður 12. janúar.

„Þetta er ansi mögnuð bók. Hún vakti töluverða athygli á sínum tíma, þótti djörf og ögrandi af því að hún opnaði upp á gátt bæði dyr og glugga heimilanna þar sem heimavinnandi húsmæður áttu að halda sig og láta lítið á sér bera,“ segir Dagný Kristjánsdóttir, prófessor emeritus í íslenskum nútímabókmenntum.

Sagan er í kynningartexta sögð lýsa lífi Stefaníu þá níu mánuði sem hún er ólétt. „Þrátt fyrir að fjárhagur hennar sé í

...