Moskvuvald Hart er barist í Úkraínu og Kúrsk-héraði Rússlands.
Moskvuvald Hart er barist í Úkraínu og Kúrsk-héraði Rússlands. — AFP/Gavriil Grigorov

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) segja ekkert lát á voðaverkum rússneskra hermanna á átakasvæðum innan landamæra Úkraínu og í Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir virðast óáreittir komast upp með að taka úkraínska stríðsfanga af lífi. Rússlandsher hefur stundað þessi voðaverk, sem flokkast til stríðsglæpa, frá upphafi innrásarstríðs Moskvuvaldsins í Úkraínu.

Eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna segjast hafa sannanir fyrir aftökum Rússlandshers á 79 úkraínskum stríðsföngum í 24 aðskildum tilfellum. Var föngunum ýmist stillt upp fyrir aftöku eða þeir skotnir á færi þegar þeir gerðu tilraun til að forða sér á hlaupum.

Rússar hafa í sumum tilfellum birt myndbandsupptökur af þessum glæpum sínum á samfélagsmiðlum. Í einu þessara myndbanda var hópur hermanna tekinn af lífi. Voru mennirnir leiddir einn af öðrum fram fyrir myndavélina og

...