Björn Baldursson fæddist 29. mars 1948. Hann lést 11. desember 2024.

Útför fór fram í kyrrþey.

Þinghólsskóli, haustið 1978. Okkur hafði verið tjáð að nýr kennari hefði verið ráðinn á síðustu stundu, lögfræðingur. Svo birtist Björn Baldursson, jarphærður sældarlegur maður með gleraugu og rödd eins og aristókrat. Klæddur var hann í jakkaföt með vesti og vasaúr dinglaði úr buxnasaumnum. Ekki þessi venjulegi skeggjaði róttæklingur sem menn áttu að venjast við púltið.

Svo spurðist út í bæ hver maðurinn var og viðbrögðin voru eftir því: „Bjössi Baldurs! Hann getur ekki kennt! Krökkunum mun líka illa við hann!“

Jú, hann var ekki allra en mörgum fannst þessi prúðbúni fulltrúi gamla skólans sem ferskur stormsveipur en fáir trúðu því að hann væri bara þrítugur

...