Annríki hefur verið hjá tryggingafélögunum eftir vatnsveðrið undanfarna daga og hafa margir orðið fyrir tjóni. Snorri Guðmundsson, hópstjóri eignatjóna hjá VÍS, segir að flest tjón sem verða vegna veðurs séu ekki bótaskyld
Vatnstjón Lélegur frágangur er oft ástæða þess að tjónin verða stór og geta orðið býsna kostnaðarsöm. Myndin sýnir flóð sem varð í Háskóla Íslands.
Vatnstjón Lélegur frágangur er oft ástæða þess að tjónin verða stór og geta orðið býsna kostnaðarsöm. Myndin sýnir flóð sem varð í Háskóla Íslands. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Annríki hefur verið hjá tryggingafélögunum eftir vatnsveðrið undanfarna daga og hafa margir orðið fyrir tjóni. Snorri Guðmundsson, hópstjóri eignatjóna hjá VÍS, segir að flest tjón sem verða vegna veðurs séu ekki bótaskyld. Oft sé tjón vegna flóðs en tjón á nýlegum húsum séu oftast vegna lélegs frágangs í kringum glugga og þök. Klæðningarnar sjálfar haldi yfirleitt vel en veikleikinn sé ef frágangurinn er ekki fullnægjandi. Þess háttar tjón sé ekki bætt af tryggingafélögunum, þau bæti tjón sem verði vegna bilana eða galla á lögnum, en ekki vegna utanaðkomandi leka nema hann verði eftir foktjón.

Hugarfarið allt öðruvísi

Spurður hvort beri meira á leka í nýjum byggingum segir Snorri að verstu mannvirki Íslandssögunnar hafi verið byggð frá árinu 2000 til dagsins í dag

...