Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum bárust tvö tilboð í útboð þriggja embætta lögreglunnar á rafmagnsbílum til neyðaraksturs. Útboðið var gert sameiginlega í nafni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Suðurlandi og lögreglustjórans á Norðurlandi vestra.
Hekla bauð 507 milljónir en Askja, umboðsaðili m.a. Mercedes Benz á Íslandi, bauð um 632 milljónir. Ekki er vitað hvaða bifreiðir Askja miðaði við í tilboði sínu. Kostnaðaráætlun var um 626 milljónir. Allt eru þetta tilboð í bifreiðirnar eingöngu og þá án lögreglubúnaðar. Slíkt útboð á eftir að fara fram en fyrir valinu varð rafmagnsbifreið af gerð Audi Q6 í gegnum Heklu.
Athygli vekur að annað útboð er í gangi fyrir lögregluna sem stendur en það er fyrir sérsveit hennar. Þar eru ekki sambærilegar kröfur og í hinu útboðinu, sérsveitin gerir
...