Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Kaffihúsið Kaffi Grund var opnað í nýjum garðskála, sem snýr að Hringbraut í Reykjavík og tengist aðalbyggingunni, skömmu fyrir nýliðin jól. Það er sérstaklega hugsað fyrir íbúa og aðstandendur þeirra en jafnframt opið fyrir aðra gesti, að sögn Karls Óttars Einarssonar, forstjóra Grundarheimilanna frá 2023.
Grund er elsta heimili landsins fyrir aldraða, var tekið í notkun 29. október 1922 og verður því 103 ára í haust. Haraldur Sigurðsson var fyrsti framkvæmdastjórinn. Gísli Sigurbjörnsson tók við eftir andlát hans og var forstjóri 1934 til dauðadags 1994. Guðrún Birna Gísladóttir tók við af föður sínum. Gísli Páll Pálsson var framkvæmdastjóri í Ási og forstjóri í Mörk samhliða Guðrúnu og svo forstjóri allra Grundarheimilanna 2019 til 2023 en hefur verið starfandi
...