Ekkert þykir nú benda til þess að áhöfn flutningaskipsins Vezhen frá Búlgaríu hafi með ásetningi valdið þeim skemmdum sem urðu á ljósleiðara á milli Svíþjóðar og Lettlands, en strengurinn liggur á botni Eystrasalts
Vesen Eins og sjá má á þessari mynd er akkeri flutningaskipsins illa farið eftir snertingu við sæstrenginn. Um óhapp er að ræða, segja saksóknarar.
Vesen Eins og sjá má á þessari mynd er akkeri flutningaskipsins illa farið eftir snertingu við sæstrenginn. Um óhapp er að ræða, segja saksóknarar. — AFP/Johan Nilsson

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Ekkert þykir nú benda til þess að áhöfn flutningaskipsins Vezhen frá Búlgaríu hafi með ásetningi valdið þeim skemmdum sem urðu á ljósleiðara á milli Svíþjóðar og Lettlands, en strengurinn liggur á botni Eystrasalts. Tilkynnt var um rof á strengnum hinn 26. janúar sl. og voru herskip og loftför send á vettvang. Skömmu síðar stöðvaði sænska strandgæslan áðurnefnt flutningaskip og hófst þá rannsókn málsins. Vezhen var í kjölfarið meinað að halda siglingum áfram.

Skipið þótti grunsamlegt frá fyrstu stundu, einkum vegna þess að skemmdir voru á akkeri þess og var áhöfn sökuð um að hafa viljandi siglt með það úti og dregið eftir hafsbotni með fyrrgreindum afleiðingum. Rannsókn saksóknara í Svíþjóð, sem í fyrstu sögðust fullvissir um að um væri að ræða „gróft skemmdarverk“, hefur nú

...