Elías Elíasson
Skipulagsmistökin við Álfabakka hafa mikið verið í fréttum undanfarið og í ljós er komið hvers konar vinnubrögð tíðkast á borgarskrifstofunum. Svokallað samráðsferli við íbúana felst í að sýna þeim glansmyndir sem þeir átta sig illa á og halda lofræður um skipulagið. Breytingar eru síðan gerðar sem mest í kyrrþey, mikilvægum gögnum ekki komið á framfæri og aðfinnslur hunsaðar.
Í tengslum við þetta mál hafa komið fram virtir arkitektar og aðrir fræðimenn sem segja að vegna skuggavarps á okkar slóðum nærri heimskautsbaug og annars eigi sá mikli þéttleiki sem er í nýjum hverfum borgarinnar ekki við. Telja þeir jafnvel stefna í að Reykjavík verði heilsuspillandi borg af þeim sökum.
Þétting og borgarlína
Það er hin rándýra borgarlína sem kallar á þessa miklu
...