Nýtt þing hefst í dag. Þjóðin hefur kosið nýtt upphaf eftir mikla stöðnun í stjórnmálum og nú gengur ný ríkisstjórn samstiga til verka. Fyrsta verk þessarar stjórnar er að ná stöðugleika í efnahagslífinu og lækka vexti. Almenningur er kominn með nóg af óábyrgri efnahagsstjórn og brýnt er að taka vel á ríkisfjármálunum. Byrjað verður á því að koma á stöðugleikareglu til að fjármál ríkisins styðji við lægri vexti. Tryggt verður að engin ný útgjöld falli til án þess að þeim fylgi hagræðing eða auknar tekjur.
Ný ríkisstjórn mun hefja nýtt þing með bráðaaðgerðum í húsnæðismálum. Tekið verður á umfangi skammtímaleigu, tryggð verður skilvirkari framkvæmd hlutdeildarlána, fjármögnunarkostnaður hjá húsnæðisfélögum án hagnaðarsjónarmiða verður lækkaður, liðkað verður fyrir uppbyggingu einingahúsa og skráningarskylda leigusamninga verður innleidd til að fá áreiðanlega og heildstæða mynd af þróun
...