Fimm íslenskir ríkisborgarar voru í nóvember á lista bandarískra yfirvalda yfir alls tæplega eina og hálfa milljón erlendra ríkisborgara sem úrskurðað hefur verið að vísa skuli frá Bandaríkjunum. Það er sjónvarpsstöðin Fox News sem birtir listann,…
Fimm íslenskir ríkisborgarar voru í nóvember á lista bandarískra yfirvalda yfir alls tæplega eina og hálfa milljón erlendra ríkisborgara sem úrskurðað hefur verið að vísa skuli frá Bandaríkjunum. Það er sjónvarpsstöðin Fox News sem birtir listann, en hann er svar við fyrirspurn til innflytjendaeftirlits- og tollgæslustofnunarinnar U.S. Immigration and Customs Enforcement, eða ICE, um hve margir erlendir borgarar – sem ekki eru í haldi á vegum refsivörslukerfis landsins – hafi fengið lokaskipun um að yfirgefa Bandaríkin. Slær ICE þann varnagla að stofnunin sjái sér ekki fært að greina frá ástæðum þess að ekki hafi tekist að koma erlendu borgurunum frá Bandaríkjunum.