Ásdís Jónsdóttir (Dísa) fæddist 22. október 1936. Hún lést 7. desember 2024.

Útför Ásdísar fór fram 3. janúar 2025.

Ég var búin að gera nokkrar tilraunir til að fá mér trúnaðarkonu, en það bara gekk ekki. Þá sagði maðurinn minn: Prófaðu að tala við hana Ásdísi, hún er úr sveit eins og þú. Þá small allt saman. Hinar voru ágætis konur, en við töluðum bara ekki sama tungumálið.

Við Ásdís gátum hlegið saman, rifist, sæst og bara allur mannlífsskalinn.

Hún skildi mig, alltaf. Það var eins og að koma út úr myrkrinu og inn í ljósið. Þegar á leið fórum við að skiptast á skoðunum, sem var frábært.

Guð gefi mér æðruleysi

til að sætta mig við það

...