Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada tilkynnti í gærkvöldi að hann og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefðu komist að samkomulagi um að fresta gildistöku þeirra tolla, sem Trump hafði tilkynnt að hann hygðist leggja á kanadískar vörur, í þrjátíu daga.

Ætla Kanadamenn að auka eftirlit við landamæri sín auk þess sem ríkin tvö stefna að aðgerðum til þess að draga úr smygli á fentanýl. Stjórnvöld í Mexíkó gerðu áþekkt samkomulag við Bandaríkjastjórn fyrr um daginn. » 13