Þegar undirritaður sá á rúllandi textanum á ESPN-sjónvarpsstöðinni hér í Los Angeles á laugardagskvöld að LA Lakers og Dallas Mavericks hefðu skipt á tveimur af bestu leikmönnum deildarinnar spurði ég sjálfan mig: „Ég veit að ég er stundum…
NBA
Gunnar Valgeirsson
gval@mbl.is
Þegar undirritaður sá á rúllandi textanum á ESPN-sjónvarpsstöðinni hér í Los Angeles á laugardagskvöld að LA Lakers og Dallas Mavericks hefðu skipt á tveimur af bestu leikmönnum deildarinnar spurði ég sjálfan mig: „Ég veit að ég er stundum ruglaður á dagsetningum, en fyrsti apríl var ekki í dag!“
Hugmyndin að Dallas myndi losa sig við Luka Doncic til LA Lakers í skiptum fyrir Anthony Davis var nokkuð sem ég hefði aldrei hugsað sem möguleika, og var ég ekki einn um það. Þegar litið var á NBA-fjölmiðla heimsins eftir að skiptin komu í fréttum er ljóst að allir þeir sem eru hluti af honum voru gáttaðir, ef marka má færslur þeirra á samfélagsmiðlum á sunnudaginn.
Hið sama má segja
...