Egill Þór Jónsson fæddist 26. júní 1990. Hann lést 20. desember 2024.
Útför fór fram 8. janúar 2025.
Egill Þór kom öflugur inn í borgarpólitíkina árið 2018. Hann var ungur og kappsamur og stundum þótti mér um of enda vorum við hvort í sínum flokknum, höfðum ólíkar skoðanir og tókumst stundum á, eins og gengur og gerist á vettvangi stjórnmálanna. Alltaf var hann samt kátur, með eindæmum skemmtilegur og hlýr og aldrei varð illt okkar í millum. Það var gaman að sjá hvernig hann óx í því ábyrgðarhlutverki að vera kjörinn fulltrúi og hann var sannarlega öflugur málsvari fyrir Sjálfstæðisflokkinn í trúnaðarstörfum sínum. Oft á tíðum var hann líka svalasti borgarfulltrúinn á fundum, þar sem hann sat í salnum með sólgleraugu en það gerði hann vegna stöku mígreniskasta.
Það var líka gaman að fylgjast með
...