Víkingur Heiðar Ólafsson
Víkingur Heiðar Ólafsson

Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson hlaut Grammy-verðlaun í flokki bestu einleikara í klassískri tónlist fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðunum eftir Johann Sebastian Bach um helgina en um leið fagnaði hann nýjum útgáfusamningi við útgáfurisann Universal Music Group og Deutsche Grammophon.

„Ég átti í fyrsta lagi ekki von á að vera tilnefndur og í öðru lagi ekki von á að vinna,“ segir Víkingur um verðlaunin í samtali við Morgunblaðið. Hann horfði á beina útsendingu frá verðlaunahátíðinni ásamt yfirmönnum Universal Music Group í Berlín en hann var þar staddur vegna undirskriftar samningsins. Samningurinn er að sögn Víkings umfangsmikill og nær til næstu ára og útgáfna en hann hefur gefið út þó nokkrar plötur undir merkjum Deutsche Grammophon á liðnum árum. „Þetta er ótrúlega spennandi samningur,“ segir hann. » 28