Ingimar Björn Eydal Davíðsson
„38 ára gamall, vel nærður (eins og heimilislæknirinn sagði einu sinni í nótu) karlmaður. Hann átti í erfiðleikum í námi, flosnaði upp úr menntaskóla, gleymir iðulega vettlingunum sínum og skiptir um vinnu og íbúðir eins og aðrir skipta um nærbuxur. Honum líður illa. Rætt um mikilvægi þess að sofa vel og borða reglulega. Skrifað upp á Sertral.“
Þetta hefði getað verið nóta frá einhverri af mörgum heimsóknum mínum til heimilislæknis á Íslandi. Sennilegast bara kvíði og þunglyndi. Ég var kannski bara ekki nógu ofvirkur. Náði að halda mér í vinnu svona oftast, djammaði, en náði oftast að halda mig réttum megin við strikið. Sertralið gerði mig bara þreyttan. Náði samt að heilla stelpu á öðru ári í læknisfræði fyrir mörgum árum og fór með henni til Bandaríkjanna í sérnám. Þar kveikti heimilislæknirinn á perunni
...