Sambíóin og Smárabíó A Complete Unknown ★★★★· Leikstjórn: James Mangold. Handrit: James Mangold og Jay Cocks. Byggt á bókinni Dylan Goes Electric! eftir Elijah Wald. Aðalleikarar: Timothée Chalamet, Edward Norton, Elle Fanning, Monica Barbaro, Boyd Holbrook og Scoot McNairy. Bandaríkin, 2024. 140 mín.
kvikmyndir
Helgi Snær
Sigurðsson
Bob Dylan, réttu nafni Robert Allen Zimmerman, fæddist 24. maí árið 1941 og er bandarískur tónlistarmaður, lagasmiður og söngvari. Hann er talinn einn mesti lagasmiður sögunnar og einn merkasti listamaður Bandaríkjanna fyrr og síðar. Ferill hans spannar yfir 60 ár og talið er að plötur hans hafi selst í yfir 125 milljónum eintaka á heimsvísu.
Dylan verður 84 ára á þessu ári og hefur verið umfjöllunarefni mikils fjölda bóka og heimildarmynda í áranna rás og ætti – að öllu samanlögðu – hið fínasta portrett af listamanni því að blasa við en þó er enn spurt: Hver er Bob Dylan? Hann er nefnilega enn nokkur ráðgáta, dulur og lítið gefinn fyrir viðtöl.
Dylan
...