Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir fæddist 2. apríl 1958. Hún lést 23. nóvember 2024.
Útförin fór fram 11. desember 2024.
Kynni okkar Hrefnu Sigríðar eða Siggu, eins og hún var oftast nefnd í fjölskyldunni, hófust á Nýja stúdentagarðinum veturinn 1980-1981, þar sem við bjuggum bæði og stunduðum nám, hún í þjóðfræði.
Það fór ekki mikið fyrir Hrefnu þar á Garðinum, hún virkaði fremur hlédræg, en hafði góða nærveru. Við höfðum lítið saman að sælda, helst var að við rækjumst saman er verið var að undirbúa kvöldmatinn.
Fáum árum síðar leiddu örlögin mig norður í Skagafjörð á bernskuslóðir Hrefnu að Mælifelli, þar sem ég gerðist sóknarprestur.
Þar með upphófust kynnin á ný. Þau systkinin komu oft í heimsókn enda böndin sterk,
...