Guðný Kjartansdóttir fæddist á Hofi í Mjóafirði 23. október 1940. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 23. janúar 2025.

Hún var dóttir hjónanna Sigrúnar Jónsdóttur, f. 10.6. 1919, d. 18.8. 2000, og Kjartans Einarssonar, f. 9.6. 1913, d. 1.4. 1983. Hún var næstelst fjögurra systkina en elstur var Einar, f. 2.5. 1938, d. 30.8. 2023, síðan var Guðný, næst kom Hlíf, f. 16.8. 1945, og Bára, f. 16.2. 1953, d. 27.6. 2013.

Guðný bjó í Mjóafirði til 13 ára aldurs en fluttist þá með foreldrum sínum til Neskaupstaðar. Fór síðan á vertíð með foreldrum sínum til Grindavíkur. Þaðan lá leið hennar á Húsmæðraskólann á Hallormsstað í tvo vetur og auk þess vann hún í Skógræktinni þar í eitt ár.

Hún kynntist Pétri Eggertssyni í Neskaupstað og fluttust þau til Akureyrar og eignuðust dótturina Kristrúnu

...