Friðrik Pálsson
Lokun neyðarbrautarinnar fyrir nokkrum árum var alvarlegt högg fyrir sjúkraflug landsmanna, en lokun næstu flugbrautar þjóðarflugvallarins í Vatnsmýri er rothögg.
Í áratugi hef ég fylgst með og tekið þátt í baráttu skynseminnar fyrir því að þjóðarflugvöllurinn fái að vera í óbreyttri mynd í Vatnsmýrinni. Það er ekkert annað flugvallarstæði í boði. Um það hljóta allir að vera orðnir sammála eftir áratuga deilur um staðsetningu hans og endanlega niðurstöðu allra þeirra opinberu nefnda sem um hann hafa fjallað.
Samfylkingin, sem nú er komin í forystu ríkisstjórnar, hefur verið fremst í flokki við að reyna að koma flugvellinum í burtu úr borginni, á sama tíma og fyrri ríkisstjórnir hafa ákveðið að þjóðarsjúkrahús landsmanna verði áfram við flugvöllinn í Vatnsmýrinni og þar eru
...