Alþingi verður sett í dag, þriðjudaginn 4. febrúar.
Þingsetningarathöfnin hefst kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup, starfsaldursforseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu.
Starfsaldursforseti er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Hún var fyrst kjörin á þing 1999. Þorgerður Katrín var einnig starfsaldursforseti á fyrsta fundi eftir kosningarnar haustið 2021.
Biskup Íslands, séra Guðrún Karls Helgudóttir, þjónar fyrir altari ásamt séra Elínborgu Sturludóttur dómkirkjupresti. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Hruna og prófastur í Suðurprófastsdæmi, prédikar. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti stjórnar Kammerkór Dómkirkjunnar og leikur á orgel. Sigurður Flosason leikur
...