— Morgunblaðið/Eggert

Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við Hlemm, en þar á að búa til almenningsrými fyrir alla aldurshópa með aðgengi fyrir alla. Þá verður akandi umferð beint frá torgsvæðinu.

Á vef borgarinnar um Hlemm, reykjavik.is/hlemmur, kemur fram að stefnt sé að því að Strætó bs. flytji nú á vormisseri tímabundið á nýjan stað við Skúlagötu, en þar að auki mun koma ný biðstöð á horni Laugavegs og Snorrabrautar um miðjan maí.

Þá þarf að skipta um lagnir og leggja nýtt yfirborð á kaflanum frá Rauðarárstíg við Gasstöðina yfir gatnamót Laugavegs og Rauðarárstígs. Er stefnt að því að þessum hluta framkvæmda á svæðinu ljúki í sumar.