— Samsett mynd/Colourbox/YouTube

Dale Kittow, 37 ára, lenti í lífshættulegu atviki við strönd Vestur-Ástralíu á dögunum þegar hákarl réðst á hann. „Ég sat bara á brettinu mínu og hann synti í nokkra hringi í kringum mig áður en hann réðst á mig,“ sagði Kittow við ástralska fréttamiðla. Hákarlinn beit stóran bita úr bretti hans, en Kittow slapp án meiðsla. „Ég sveiflaði bara brettinu og hann beit í afturhlutann á því,“ sagði hann við Australian Broadcasting Corp. Hann náði að komast aftur á brettið og notaði næstu öldu til að bjarga sér í land.

Nánar á K100.is