Haukur Vilhjálmsson fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1957. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk 25. janúar 2025.
Haukur var sonur hjónanna Vilhjálms Ingibergssonar húsasmiðs, f. 30. nóvember 1909, d. 8. apríl 1988, og Ragnheiðar Þórunnar Jónsdóttur húsmóður, f. 18 maí 1918, d. 18. janúar 1997.
Systkini Hauks eru Guðbjörg, f. 31.5. 1942, maki Óli Runólfsson, f. 23.3. 1932, Ingibergur, f. 14.3. 1948, fráskilinn, og Guðlaugur Jón, f. 23.3. 1955, maki Aðalbjörg Baldvinsdóttir, f. 8.2. 1955.
Þann 18. maí 1985 gekk Haukur í hjónaband með Ólöfu Steinarsdóttur, f. í Reykjavík 15.7. 1962. Foreldrar Ólafar voru Ingileifur Steinar Þórhallsson sjómaður, f. 21. nóvember 1936, d. 19. febrúar 1989, og Anna Þóra Ólafsdóttir matráðskona, f. 24. maí 1933, d. 29. júlí
...