Alþingi Veðrið var umhleypingasamt í gær, sem er eflaust fyrirboði þess sem koma skal. Nætt hefur um ríkisstjórnina og stjórnarandstaðan blæs víst líka.
Alþingi Veðrið var umhleypingasamt í gær, sem er eflaust fyrirboði þess sem koma skal. Nætt hefur um ríkisstjórnina og stjórnarandstaðan blæs víst líka. — Morgunblaðið/Karítas

Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Þangað ganga forseti Íslands, biskup, starfsaldursforseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn fylktu liði úr Alþingishúsinu.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er starfsaldursforseti og mun stýra þingfundi uns nýr forseti Alþingis hefur verið kjörinn. Það gerist eftir helstu hátíðarhöldin, en þá verður gert hlé á þingsetningarfundi til kl. 16 og hin eiginlegu þingstörf taka við, sem fyrst og fremst felast í kosningum í embætti og nefndir þingsins.

Forystumenn ríkisstjórnarinnar efndu til blaðamannafundar í gær og kynntu þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Það er nokkur nýlunda, því vanalega er hún ekki birt fyrr en eftir stefnuræðu forsætisráðherra, sem flutt verður á morgun með hefðbundnum umræðum í beinni útsendingu. » 6