„Ég átti í fyrsta lagi ekki von á að vera tilnefndur og í öðru lagi ekki von á að vinna,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson í samtali við Morgunblaðið en hann hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun í flokki bestu einleikara í klassískri tónlist…
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Ég átti í fyrsta lagi ekki von á að vera tilnefndur og í öðru lagi ekki von á að vinna,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson í samtali við Morgunblaðið en hann hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun í flokki bestu einleikara í klassískri tónlist fyrir flutning sinn á Goldberg-
tilbrigðunum eftir Johann
Sebastian Bach.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég er tilnefndur svo ég var með fæturna á jörðinni,“ segir hann og bætir við að hann hafi verið ánægður með tilnefninguna en búinn að búa sig undir að vinna ekki. „Þegar maður er búinn að undirbúa sig fyrir það þá er enn óvæntara og skemmtilegra að vinna.“
Hefur persónulega þýðingu
Víkingur
...