Víkin Ísfold Marý Sigtryggsdóttir er orðin leikmaður Víkings.
Víkin Ísfold Marý Sigtryggsdóttir er orðin leikmaður Víkings. — Ljósmynd/Víkingur

Knattspyrnukonan Ísfold Marý Sigtryggsdóttir er gengin til liðs við Víking úr Reykjavík. Hún er tvítug og skrifar undir tveggja ára samning í Víkinni. Ísfold er uppalin hjá KA en kom inn í hóp Þórs/KA árið 2019. Síðan þá hefur hún leikið 97 leiki í meistaraflokki. Á síðustu leiktíð lék hún 14 leiki með Akureyrarliðinu og skoraði tvö mörk. Ísfold á einnig að baki 15 leiki fyrir yngri landslið Íslands og fór með U19 ára landsliðinu á EM í fyrra.