Betur færi á að samtökin væru sameiginlegur vettvangur allra fyrirtækja sem standa saman á jafnræðisgrundvelli jafns atkvæðavægis.
Steinþór Jónsson
Steinþór Jónsson

Steinþór Jónsson

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, Samtaka atvinnulífsins, var í viðtali við Viðskiptablaðið 28. janúar síðastliðinn og fær þar endurtekið tækifæri til að réttlæta þá kjarasamninga sem samtökin hafa staðið fyrir undanfarin ár og áratugi.

Það er eins og SA skilji skyndilega, eftir á, hvaða afleiðingar samningarnir hafa haft, eins og eftirfarandi setning í viðtalinu lýsir vel: „Launastefna þar sem áhersla er lögð á hækkun lægstu launa leitar upp launastigann, enda benda gögnin til þess að launavísitalan þróist fremur með sama hætti og hækkun lægstu launa en kostnaðarmat kjarasamninga. Launastefnan hefur þannig áhrif á launaskrið.“

Þetta er sama manneskja og lýsti í viðtali við sama blað í nóvember síðastliðnum: „Sérfræðingar beggja vegna

...